Nýr Mercedes-AMG CLE 53 Coupé verður frumsýndur á laugardaginn í Öskju að Krókhálsi 11 milli kl. 12-16. Bíllinn er tveggja dyra sportbíll úr smiðju Mercedes-AMG og er með 449 hestöfl og 4MATIC+ fjórhjólakerfi.
CLE 53 AMG Coupé er mild hybrid-bíll og er því búinn öflugri sex strokka bensínvél auk innbyggðs startara sem gefur viðbótarafl þegar á þarf að halda. Hann er líka útbúinn nýjustu kynslóð MBUX-kerfisins með sértækum möguleikum og skjáum fyrir AMG.
Kraftmikill afturhluti einkennist af sléttu yfirborði og tvískiptum LED ljósum með þrívíddar ljósaskiptingu. Afturljósin tengjast hvert öðru með dökkrauðri hönnunareiningu sem endurspeglar breidd afturhlutans.
AMG Performance tryggir að ökumaður upplifir sig í alvöru sportbíl. Stýrið inniheldur innbyggða hnappa sem gera ökumanni kleift að stjórna mikilvægum akstursaðgerðum og öllum akstursforritum. Ökumannaskjárinn býður upp á fjölbreytta möguleika sem henta vel við alls kyns akstur og gefur ítarlegar upplýsingar um allt frá vélargögnum, dreifingu á gripi og greiningu á þyngdarkrafti.
„Mercedes-Benz á Íslandi býður gestum og gangandi einstakt tækifæri til þess að sjá þennan magnaða CLE 53 frá Mercedes-AMG á laugardag milli kl. 12-16. Tilvalið er að koma við á leið á kjörstað og upplifa sportlegan og kraftlegan AMG bíl frá Mercedes-Benz.“