XM er mjög kraftalegur á að líta og gefur fyrirheit um hvað koma skal í akstrinum. Upplýst tvískipt grillið er einkenni BMW og M-deildin hefur látið setja mjó dagljós framan á bílinn sem lúkkar mjög kúl. Hliðarsvipurinn er flottur og stílhreinn. Að aftanverðu eru tvö sexhyrnd M-púströr áberandi og umlykjandi afturljósin og brettakantarnir kalla fram styrka ásýnd. Það er allt mjög pottþétt hér eins og vænta má frá BMW og M-deildinni þar á bæ.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði