Í morgun var Model 3 hönnunarstúdíó Tesla uppfært og hefur einum af háþróuðustu litum bílaframleiðandans verið bætt við en um er að ræða Quicksilver.

Quicksilver er dínamískur litur og með áferð eins og fljótandi málmur. Hann er búinn til í háþróuðum málningarvélum og er hannaður til þess að varpa ljósi á fágaðar línur Model 3 í öllum veðuraðstæðum. Bæði björtustu fletir og dýpstu skuggar fá að njóta sín þar sem liturinn sveipar sig um boglínur bílsins.

Í morgun var Model 3 hönnunarstúdíó Tesla uppfært og hefur einum af háþróuðustu litum bílaframleiðandans verið bætt við en um er að ræða Quicksilver.

Quicksilver er dínamískur litur og með áferð eins og fljótandi málmur. Hann er búinn til í háþróuðum málningarvélum og er hannaður til þess að varpa ljósi á fágaðar línur Model 3 í öllum veðuraðstæðum. Bæði björtustu fletir og dýpstu skuggar fá að njóta sín þar sem liturinn sveipar sig um boglínur bílsins.

Liturinn leit fyrst dagsins ljós seint árið 2022 þegar hann var gerður fáanlegur fyrir Model Y. Tesla segir í tilkynningu að fyrirtækið sé mjög spennt að geta nú boðið upp á Quicksilver fyrir Model 3, og þar með auka framboð og sveigjanleika á Tesla bílum. Fyrstu afhendingar á Model 3 í Quicksilver fara fram í Evrópu og Mið-austurlöndum seinna á þessum ársfjórðungi.