Silfurnesgolfvöll í Hornafirði var formlega opnaður um helgina eftir miklar breytingar en hann er níu holur. Búið er að lengja völlinn mikið og betrumbæta hann. Golfvöllurinn sem er í umsjón Golfklúbbs Hornafjarðar en breytingarnar á vellinum er hannaðar af Edvin Rögnvaldssyni golfvallahönnuði.
Það var Guðný Helgadóttir formaður klúbbsins sem klippti á borðan og vígði völlinn formlega, en Sigurður Grétar Ragnarsson formaður vallarnefndar sló fyrsta höggið á vellinum.
Forsaga málsins hófst í ágúst 2001 en þá var skrifað undir samning við Sveitafélagið Hornafjörð sem m.a. fólst í því að sveitarfélagið styrkti framkvæmdina með 20 milljón króna framlagi sem myndi greiðast á tíu árum. Í framhaldinu var gengið frá fjármögnun framkvæmdanna m.a. með samningi við Landsbanka Íslands.
Klúbbfélagar hafa lagt sitt af mörkum í uppbyggingunni auk ýmissa verktaka í héraðinu.