Fallegt heimili sem situr á hæð Napa Valley og blandar saman lúxus og ró er nú til sölu á 12,5 milljónir dala, eða rúmlega 1,7 milljarð íslenskra króna. Húsið situr í hinu virta Stags Leap-hverfi og býður upp á ótal tækifæri til vínframleiðslu.
Trén sem liggja í kringum húsið veita svæðinu einangraða tilfinningu en þetta 20 hektara svæði býður upp á 360 gráðu útsýni af landslaginu í kring, þar á meðal annarra vínekra í Stags Leap.

Húsið liggur meðfram Silverado Trail veginum og er ekki langt frá þriggja Michelin-stjörnu veitingastaðnum The French Laundry í Yountville.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi eign hefur farið á sölu en það er fasteignasalinn Engel & Völkers sem sér um eignina. Eigendur þessarar eignar sem er til sölu vildu þó vera nafnlausir.

„Eigendurnir hafa notið lóðarinnar í meira en tvo áratugi og eru tilbúnir gefa nýjum eiganda tækifæri til að njóta góðs af kyrrðinni sem þessi einstaka staðsetning hefur upp á að bjóða,“ segir Agi Smit, fasteignasalinn.