Ferðalög hafa ætíð reynst dýrari fyrir þá sem ferðast einir en nú hafa skemmtiferðaskip tekið upp á því að breyta því í von um að laða til sín fleiri einfara.
Til að mynda hafa skemmtiferðaskip lækkað verð fyrir þá sem ferðast einir og eins bætt við fleiri einstaklingsherbergi.
Markaðsferðaþjónustufyrirtækið MMGY Global spurði nýlega 3.000 einstaklinga og í ljós kom að 24% aðspurðra áætla að ferðast einir á báti að minnsta kosti einu sinni á næstu sex mánuðum.
Norwegian Cruise Line virðist vera að taka stærsta skrefið í þessari þróun og tilkynnti í byrjun október að rúmlega 1.000 ný einstaklingsherbergi verði bætt við skipaflota fyrirtækisins, sem nú telja 19.
Frá og með byrjun janúar geta þeir sem ferðast einir valið á milli þriggja mismunandi herbergja, innst inni, með sjávarútsýn eða svalir. Herbergin munu kosta allt frá 450 dölum og upp í 4.000 dali.
Virgin Voyages hefur einnig endurhannað skipin sín til að þjónusta betur einmana ferðalanga. Fyrirtækið rekur 3 skip og hefur hvert skip 46 einstaklingsherbergi en um 10% viðskiptavina Virgin Voyages ferðast einir. Kostnaðurinn fyrir einstaklinga er einnig svipaður og fyrir tvo eða fleiri.
John Diorio, varaforseti söludeildar Virgin fyrir Norður-Ameríku, segir að fyrirtækið sé að reyna að markaðssetja sig betur og vill ekki útiloka neina ferðamenn. „Næst þegar þeir koma þá koma þeir kannski með 10 manns með sér.“