Rafbíllinn smart #1 var frumsýndur í Berlín í fyrra. Þetta er fyrsti smart bíllinn sem þróaður er og hannaður sameiginlega af Geely og Mercedes-Benz. Við fengum bílinn til reynsluaksturs á dögunum þótt hann sé ekki enn kominn á markað hér á landi.

Biðin eftir bílnum styttist óðum því hann er væntanlegur til landsins í júní og verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju. Þessi nýi smart #1 kemur skemmtilega á óvart.

Hönnun bílsins er flott og framúrstefnuleg.
Hönnun bílsins er flott og framúrstefnuleg.

Bílaumboðið Askja og bílaframleiðandinn smart hófu samstarf haustið 2021 og deila Mercedes-Benz og Geely, einn stærsti bílaframleiðandi Kína, framleiðslu á smart bílum, hvor aðili með helming.

MercedesBenz leggur þannig til hönnun að innan og utan en Geely leggur til verksmiðjur og framleiðsluþekkingu.

Grunngilda smart er að óttast aldrei að vera öðruvísi.
Grunngilda smart er að óttast aldrei að vera öðruvísi.

Við hönnun á smart #1 unnu alþjóðlegt hönnunarteymi Mercedes-Benz og rannsóknar- og þróunarteymi smart náið saman að því að kanna hið fullkomna jafnvægi á milli hönnunar innanrýmis og ytra byrðis og heildarafkasta.

Bíllinn er fyrirferðarlítill að utan, rúmgóður að innan og með allt að 440 km drægni á rafmagni.

Bíllinn er með stílhreint og straumlínulagað útlit, sem er afrakstur „Sensual Producty“ hönnunarstefnunnar þar sem góðu jafnvægi er náð á milli útlits og eiginleika sem draga úr loftmótstöðu.

Nánar er fjallað um bílinn í blaðinu Bílar sem kom út 26.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.