Rafbíllinn smart #1 var frumsýndur í Berlín í fyrra. Þetta er fyrsti smart bíllinn sem þróaður er og hannaður sameiginlega af Geely og Mercedes-Benz. Við fengum bílinn til reynsluaksturs á dögunum þótt hann sé ekki enn kominn á markað hér á landi.
Biðin eftir bílnum styttist óðum því hann er væntanlegur til landsins í júní og verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju. Þessi nýi smart #1 kemur skemmtilega á óvart.

Bílaumboðið Askja og bílaframleiðandinn smart hófu samstarf haustið 2021 og deila Mercedes-Benz og Geely, einn stærsti bílaframleiðandi Kína, framleiðslu á smart bílum, hvor aðili með helming.
MercedesBenz leggur þannig til hönnun að innan og utan en Geely leggur til verksmiðjur og framleiðsluþekkingu.

Við hönnun á smart #1 unnu alþjóðlegt hönnunarteymi Mercedes-Benz og rannsóknar- og þróunarteymi smart náið saman að því að kanna hið fullkomna jafnvægi á milli hönnunar innanrýmis og ytra byrðis og heildarafkasta.
Bíllinn er fyrirferðarlítill að utan, rúmgóður að innan og með allt að 440 km drægni á rafmagni.
Bíllinn er með stílhreint og straumlínulagað útlit, sem er afrakstur „Sensual Producty“ hönnunarstefnunnar þar sem góðu jafnvægi er náð á milli útlits og eiginleika sem draga úr loftmótstöðu.
Nánar er fjallað um bílinn í blaðinu Bílar sem kom út 26.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.