Hún hefur sýnt verk sín víða um heim og leikur sér með ólíka miðla til að kanna möguleika raunveruleikans og sýndarveruleikans. Verk hennar sýna útópískar hugleiðingar um hugsanlega veruleika, innblásnar af framtíðinni, vísindaskáldskap og tölvugrafík. Í auglýsinga- og hönnunargeiranum hefur hún unnið með vörumerkjum á borð við Gucci, Dolce & Gabbana, Adidas, Palace Skateboards og Jägermeister. Verk hennar hafa birst í tímaritum á borð við I-D Magazine og It’s Nice That.

HÖNNUNARMARS OG LAVAZZA

María tekur þátt í sýningunni Rætur og rennsliHönnunarMars 2025 í samstarfi við ítalska kaffiframleiðandann Lavazza. María skoðar umbreytingu kaffis á abstrakt hátt, frá hráefni í jörðu til fljótandi orku. Hún túlkar þetta ferli í gagnvirku vídeóverki þar sem gestir geta gengið inn í draumkenndan heim sem endurspeglar uppruna kaffisins.

„Lavazza hafði áhuga á að vinna með íslenskum listamanni og skapa eitthvað spennandi fyrir HönnunarMars. Þau höfðu samband við mig og við höfum verið í næstum ár að þróa þetta verkefni,“ segir María.

Niðurstaðan er bæði sérhannaður pop-up kaffidrykkur í bollum sem hún hannaði og myndbandsverk sem túlkar uppruna kaffisins á abstrakt hátt. „Við setjum upp spegla í sýningarrýmið þannig að gestir geta gengið inn í verkið. Bollarnir eru líka með gagnvirku elementi, þeir lifna við í gegnum AR-filter á Instagram.“

Viðtalið við Maríu Guðjohnsen er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.

Hér er viðtalið í heild fyrir áskrifendur Viðskiptablaðsins.