Flugvöllurinn við höfuðborg Finnlands, Helsinki, sem löngum hefur verið einn helst tengiliður Evrópu við kínverska og aðra asíska áfangastaði, ætlar að reyna að draga úr stressi farþega um völlinn.
Á flugvellinum verður svokölluð miðstöð vellíðunar, Metsä/Skogen, stækkuð en í henni verður boðið upp á sýndarveruleikagöngu um finnska skóga, með tilheyrandi lykt og tilfinningu eins og gengið sé um berfættur í mosa.
Auk þess verður boðið upp á svokallað chaga te, en miðstöðin opnaði sveppabar og verslun í október á síðasta ári, en auk þess er þar verslun og ýmis konar upplifunarvalkostir. Í myndherminum verða dýr eins og birnir og fuglar á rólyndisgöngu í kringum notenda sýndarveruleikahermisins, en allt er þetta gert til að draga úr stressi ferðalangsins.
Er markmiðið að reyna að búa til sem trúverðugustu finnsku skógarupplifunina, því hún hjálpi fólki að róa sig í miðjum erfiðum degi og veita sérstæða sýn á finnska náttúru að sögn Carita Peltonon framkvæmdastjóra Metsä/Skogen miðstöðvarinnar. Gestum verður jafnframt gestum boðið að kaupa varning tengdum skóginum, sem og að borga fyrir varðveislu eigin skógarreits í Lapplandi.