KGM tók á síðasta ári yfir bílaframleiðslu SSang Yong og stefnir á nýja landvinninga, m.a. með rafbílaframleiðslu sinni.

Fyrirtækið er að reisa verksmiðjur bæði í Sádi-Arabíu og Víetnam þar sem bílar KGM verða smíðaðir fyrir þarlenda markaði. Þeir bílar sem seldir verða í Evrópu verða áfram smíðaðir í Suður-Kóreu.

KGM mun halda áfram framleiðslu á bílum SSang Yong sem halda gamla nafninu fram á næsta ár þegar skipt verður yfir í nafnið KGM. Nýir bílar fyrirtækisins eins og Torres bera þó nafn KGM og eru fleiri bílar væntanlegir, þar á meðal pallbíll sem byggður verður á grunni Torres.

KGM er í samstarfi við kínverska rafbílaframleiðandann BYD á rafhlöðum sem þeir munu bjóða með 10 ára ábyrgð og keyrslu upp að 1.000.000 km.

Áskrifendur geta lesið meira um KGM og SSang Yong hér.

Framgrillið á Torres EVX er með tilvitnun í fyrstu jeppana sem fyrirtækið framleiddi.