Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar Alma var í meistaranámi í listkennslu en þar langaði hana til að finna leið til að tengja íslenska byggingarlistasögu við kennslu barna.
„Börnin eru þau sem munu standa vörð um byggingar okkar í framtíðinni og því nauðsynlegt að þau hafi tækifæri til að kynnast, þekkja og vita hvað einkennir byggingarsöguna okkar.“
Rafræn útgáfa af bókinni verður til sýnis í Aðalstræti 10 (sem er eitt af húsunum í bókinni) frá 26.-28. apríl og hægt verður að panta hana í forsölu hér
„Þegar sett sölumarkmið næst mun ég senda öllum skólum á landinu eintak af bókinni ásamt kennsluleiðbeiningum. Það er mér nefnilega hjartans mál að sem flest börn fái tækifæri á því að fræðast um byggingarlistasöguna okkar sem er svo merkileg.“
Viðtalið við Ölmu Sigurðardóttur er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.