Höfuðborgarsvæðið

  • Dalslaug: Dalslaug er nýjasta laug landsins en hún opnaði í desember 2021. Í lauginni er bæði inni- og útilaug, heitir pottar, kaldur pottur, vaðlaug og eimbað.

Vesturland

  • Klébergslaug: Klébergslaug er í sveitinni á Kjalarnesinu. Gott útsýni er úr lauginni út á sjó og þá er einnig nýleg sjósundsaðstaða skammt undan.
  • Stykkishólmur: Í sundlauginni á Stykkishólmi er stór útisundlaug og minni innisundlaug sem er þó einungis ætluð til kennslu. Auk lauganna er vaðlaug, 57 metra löng rennibraut, kaldur pottur og tveir heitir pottar. Á vef sundlaugar.is stendur að vatnið í heitu pottunum komi beint úr borholunni við Hofstaði og sé gott við allsskonar húðvandamálum, t.d. exemi og psoriasis.

Vestfirðir

  • Patreksfjörður: Sundlaugin á Patreksfirði er með gott útsýni yfir fagran fjörðinn. Sundlaugin er úti ásamt tveimur heitum pottum, vaðlaug, saunu og sólbaðsaðstöðu.

Sundlaug Akureyrar.
Sundlaug Akureyrar.

Norðurland

  • Hofsós: Sundlaugin á Hofsósi er lítil og notaleg útilaug með mjög góðu útsýni. Auk laugarinnar er einn heitur pottur.
  • Sundlaugar Akueyrar: Á Akureyri er ein stærsta sundlaug landsins. Í lauginni eru tvær stórar útilaugar, fimm heitir pottar, einn nuddpottur, vaðlaug, kalt ker, sólbaðsaðstaða og eimbað. Svo ekki sé minnst á rennibrautirnar þrjár sem eru af stærri gerðinni.

Austurland

  • Stefánslaug á Neskaupsstað: Á Neskaupsstað á Austfjörðum er Stefánslaug sem er nefnd í höfuðið á Stefáni Þorleifssyni sund- og íþróttakennara en hann átti frumkvæðið að byggingu laugarinnar. Laugin er utandyra en auk hennar eru tveir heitir pottar, gufubað og tvær stórar rennibrautir.

Suðurland

Sundlaugin í Vestmannaeyjum.
Sundlaugin í Vestmannaeyjum.

  • Vestmannaeyjar: Í Vestmannaeyjum er bæði inni- og útisundlaug. Á útisvæðinu eru tveir heitir pottar, stór nuddpottur, leiklaug og tvær 20 metra langar rennibrautir sem enda ofan í enn annari lauginni. Helmingur annarrar rennibrautarinnar er trampolín sem lætur mann skoppa í laugina, mörgum til mikillar skemmtunar.