Golfhermum á Íslandi hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár, eftir að slík starfsemi hafði nánast með öllu legið niðri í hartnær 20 ár hér á landi. Fyrstu golfhermarnir komu til Íslands síðla á 10. áratugnum og voru vinsælir um nokkurra ára skeið. En misstu flugið.
Getum við fylgst með flugi golfbolta?
Með tilkomu hins danska fyrir tækis Trackman sem hóf starfsemi til að svara spurningunni: „Getum við fylgst með flugi golfbolta?“ má segja að golfhermar hafi feng ið endurnýjun lífdaga. Vöxtur fyrirtækisins á heimsvísu hefur verið ævintýri líkastur og Ísland er svo sannarlega á kortinu.
Golf klúbburinn reið á vaðið í Holta görðum með fimm golfherma en hefur síðan flutt sig í Fossaleyni.
Golfklúbbur Kópavogs og Garða bæjar opnaði glæsilega Track man golfhermaaðstöðu í íþrótta miðstöð sinni í Vetrarmýri árið 2019. Aðstaðan var svo stækkuð og rekur GKG nú aðstöðu með 20 golfhermum.
Árið 2021 opnaði Golfhöllin úti á Granda. Þar eru 14 golfhermar. Golf Svítan rekur 7 golfherma á tveimur stöðum í Hafnarfirði og í Ögurhvarfi og mun opna nýja aðstöðu í Egilshöll í haust. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Golffélagið, Gullkylfan, Tveir undir, Golfstöðin, Golfklúbbur Selfoss, Golfklúbbur Akureyrar, Birdie, Bönkerinn á Akranesi og Golfheimur á Akranesi.
Á öll um þessum stöðum er að finna Trackman golfherma, samtals um 70 Trackman golfherma sem almenningi er seldur að gangur að. Því til viðbótar eru 54 Trackman útigolfhermar í Básum, æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti.
Golf klúbburinn Keilir rekur tvo Trackman golfherma og er að bæta við útigolfhermum á æfingasvæði sitt í Hraunkoti. Þá eru ótaldir golfhermar sem víða er að finna í heimahúsum, flestir af öðrum tegundum en Trackman. Sky Track, Garmin, Uneekor og Foresight.
Fjöldi golfherma á Ís landi er í dag talinn í hundruðum, í heimahúsum, á vinnustöðum og afþreyingarstöðum í einkaeigu.
Next mótaröðin
En það hangir fleira á spýtunni. Í fyrra hófst mótaröð sem lítið hefur farið fyrir í íþróttaumfjöll un hér á landi. Next mótaröðin er rekin af Trackman. Þar koma saman kylfingar í öllum heims hornum og keppa í golfmótum í Trackman. Hægt er að leika í Trackman hermi hver sem er í heiminum. Það merkilega er að íslenskir atvinnukylfingar þéna mun meiri peninga í gegnum þessi mót heldur en þeir gera á hinum raunverulegu mótaröðum.
Á fyrsta keppnistímabilinu í fyrra náði Sigurður Arnar Garðarsson kylfingur úr GKG að vinna eitt mótið og fá þannig í verð launafé fyrir eitt mót tæpar fjórar milljónir. Á keppnistímabilinu nú í vetur var árangur íslenskra kylfinga eftirtektarverður. Loka mótið í ár fór fram í mars. 100 efstu á stigalistanum var boðin þátttaka og heildarverðlaunafé var 14 milljónir. Téður Sigurður Arnar varð jafn í öðru sæti í loka mótinu og fékk fyrir það tæplega 2,5 milljónir króna. Í heildina náði hann í um 5,5 milljónir í verð launafé í vetur.
Bjarki Pétursson atvinnukylfingur úr Borgarnesi vann sér inn vel á fjórðu milljón, Nick Carlson, Bandaríkjamaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, vann eitt mót í vetur og fékk fyrir það ríflega 6 milljónir, en hann var í efsta sæti stigalistans fyrir loka mótið, en endaði þar í 22. sæti.
Um 20 íslenskir kylfingar hafa leikið á Next mótaröðinni í vetur. Aron Bergsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Aron Snær Júlí usson léku einnig á lokamótinu. Í heildina léku um 1.500 kylfingar á Next mótaröðinni þar sem keppt var um tæplega 200 milljónir í verðlaunafé. Það verður gaman að fylgjast með mótum framtíðar innar á Next mótaröðinni og hver veit nema Íslendingar verði þar í fremstu röð.
Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu EV Golf, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.