Minna magn, meiri áhrif

  • Það er mælt með því að þvo óhreina þvottinn frekar í fleiri hollum en færri. Ástæðan fyrir því er sú að þvotturinn þrífst betur ef hann hefur meira pláss inn í vélinni. Svo finnst mörgum líka yfirþyrmandi að þurfa að brjóta saman heilt fjall af hreinum þvotti en með því að þvo færri flíkur í einu verður ekki jafn yfirþyrmandi að þurf aað brjóta saman.

Þvottanet fyrir sokkana

  • Þvottavélin getur átt það til að „gleypa“ sokka en með því að þvo sokkana í þvottaneti leysist það vandamál. Þá er mjög sniðugt að setja alla óhreina sokka strax í þvottanetið, henda netinu svo í þvottavélina og þurrkarann, þegar það er kominn tími en þá er engin hætta á því að enda með staka sokka í þvottakörfunni.

Klakar og rakt handkæði í þurrkarann

  • Það kemur fyrir á bestu bæjum að fólk gleymi að taka flík úr þurrkaranum svo hún endar krumpuð. Ráð við því er að láta klaka bráðna á flíkinni, setja rakt handklæði inn í þurrkarann leyfa þurrkaranum að rúlla í um fimm mínútur.

Ráðin eru fengin á vef fyrirtækisins Arm & Hammer.