Willum Þór Willumsson á sex ára atvinnumannaferil að baki í Belarús, Hollandi og Englandi.
Snemma árs 2019 hóf hann atvinnumannaferilinn hjá BATE Borisov í Belarús, tvítugur að aldri. Hann segist hafa bætt sig mikið hjá liðinu.
„Tími minn þarna var mjög skemmtilegur. Fyrsta árið sem ég kem, árið 2019, var BATE-liðið ótrúlega sterkt. Ég fann það, komandi frá Breiðabliki, að æfingarnar hjá BATE voru mjög hraðar og góðar, sem hjálpaði mér að bæta mig í fótbolta. Það eina sem ég gæti sett út á þennan tíma er að ég var mögulega aðeins of lengi þarna og var aðeins að ströggla með meiðsli.“
Þurfti ekki að upplifa Covid
Willum talar vel um tíma sinn í Belarús, en hann bjó í höfuðborginni Minsk, fjörutíu mínútum frá Borisov.
„Fólkið í Belarús talar litla sem enga ensku og er ekkert alltof vinalegt. Fyrsta árið voru einungis fjórir í liðinu sem töluðu ensku og þjálfarinn talaði ekki ensku, sem gerði mér smá erfitt fyrir.“
„En ég átti í góðu sambandi við útlendingana í liðinu, sem gerði lífið talsvert auðveldara. Þegar ég kom til BATE var einn leikmaður frá Finnlandi og annar frá Frakklandi. Svo var mikið af leikmönnum frá Austur-Evrópu í liðinu, frá Króatíu, Bosníu og Serbíu,“ bætir Willum við.
Þurfti ekki að upplifa Covid
Hann segir Minsk hafa verið kjörinn stað til að búa á í gegnum Covid-faraldurinn. „Ég fékk aldrei að upplifa þetta covid, sóttkví, einangrun og eitthvað svona. Það var bara venjulegt líf í Minsk, og ég var mjög heppinn með það að gera.“
Þegar Willum mætti til BATE hafði félagið unnið deildina þrettán tímabil í röð, á árunum 2006-2018. Félaginu hefur hins vegar ekki tekist að vinna deildina síðan þá og árangurinn verið undir væntingum.
Til marks um það var mikil þjálfaravelta á árunum sem Willum var á mála hjá félaginu, fimm þjálfarar yfir þriggja og hálfs árs tímabil. Hann segir ýmislegt spila inn í titlaþurrð félagsins.
„Árið áður en ég kem þá fellur forseti klúbbsins frá og sonur hans tekur við. Þá breyttist aðeins dýnamíkin í félaginu og hann var eflaust ekki alveg tilbúinn að taka við klúbbnum. Fyrsta tímabilið mitt hjá félaginu var gott þannig séð, við endum með sjötíu stig sem hefur vanalega dugað til að vinna deildina.“
„Árið áður en ég kem þá fellur forseti klúbbsins frá og sonur hans tekur við. Þá breyttist aðeins dýnamíkin í félaginu og hann var eflaust ekki alveg tilbúinn að taka við klúbbnum. Fyrsta tímabilið mitt hjá félaginu var gott þannig séð, við endum með sjötíu stig sem hefur vanalega dugað til að vinna deildina.
En Dynamo Brest áttu sömuleiðis mjög gott tímabil og tóku titilinn í það skiptið. Mér fannst í kjölfarið að með hverju árinu hafi liðið orðið slakara og slakara, og deildin með. Á mínu öðru tímabili hefðum við átt að klára deildina, vorum í raun komnir með níu fingur á titilinn þegar við klúðruðum því í lokaleiknum með því að gera jafntefli,“ segir Willum.
Nánar er rætt við Willum í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem kom út mánudaginn 30. desember. Áskrifendur geta lesið blaðið hér og viðtalið í heild sinni hér.