Andalúsía er fjölmennasta hérað Spánar og hefur upp á margt að bjóða. Sólríkar strendur, fallegir og sögufrægir bæir og borgir, nautaat, sjóðheitur Flamenco dans, góður matur og glæst menning. Allt sem hugurinn girnist fyrirfinnst í þessu fallega og litríka héraði í spænska suðrinu.
Í flestum tilvikum er borgin Malaga byrjunarpunkturinn þegar ferðast er með flugi til Andalúsíu því þar er stærsti alþjóðaflugvöllurinn í héraðinu. Margir fara hins vegar beint úr borginni og halda á vit ævintýranna meðfram sólríku ströndinni til vesturs þar sem er að finna strandbæina á Costa del Sol.
Flestir ferðamenn sem heimsækja Andalúsíu fara einmitt til Costa del Sol en þar eru flottar strendur og fjöldi hótela, m.a. á Torremolinos og Fuengirola. En ef hugurinn leitar í annars konar frí en flatmaga bara á ströndinni er nóg um að velja í Andalúsíu.
Umfjöllunina um Andalúsíu er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út í dag.