Danska hönnunar­fyrir­tækið Muu­to sem var selt fyrir 1 milljarð Banda­ríkja­dala fyrir nokkrum árum velti 950 milljón dönskum krónum í fyrra sem sam­svarar 19,1 milljarði ís­lenskra króna. Þetta kemur fram í árs­reikningi fyrir­tækisins en danski við­skipta­miðilinn Børsen greinir frá.

Sölu­tekjur fyrir­tækisins, sem sér­hæfir sig í hönnunar­hús­gögnum, jukust þannig um 14% í saman­burði við árið áður.

„Við erum að sjá mikinn vöxt og er ég er stoltur af árangri fyrir­tækisins í að auka sölur á tímum sem verð­bólga og átök í Mið­austur­löndum þrýsta á neyt­endur til að spara,“ segir Ane­der C­leemann, fram­kvæmda­stjóri Muu­to.

Muu­to var stofnað af Kristian Byr­ge og Peter Bonnén árið 2005. Árið 2017 keypti banda­ríski hús­ganga­risinn Knoll fé­lagið en stofn­enda­parið átti þá 27% hlut á móti 45% hlut Maj Invest.

Sam­kvæmt Børsen fengu stofn­endurnir 500 milljónir danskra króna hvor í vasann sem sam­svarar rúm­lega 10 milljörðum króna.