Danska hönnunarfyrirtækið Muuto sem var selt fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala fyrir nokkrum árum velti 950 milljón dönskum krónum í fyrra sem samsvarar 19,1 milljarði íslenskra króna. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins en danski viðskiptamiðilinn Børsen greinir frá.
Sölutekjur fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í hönnunarhúsgögnum, jukust þannig um 14% í samanburði við árið áður.
„Við erum að sjá mikinn vöxt og er ég er stoltur af árangri fyrirtækisins í að auka sölur á tímum sem verðbólga og átök í Miðausturlöndum þrýsta á neytendur til að spara,“ segir Aneder Cleemann, framkvæmdastjóri Muuto.
Muuto var stofnað af Kristian Byrge og Peter Bonnén árið 2005. Árið 2017 keypti bandaríski húsgangarisinn Knoll félagið en stofnendaparið átti þá 27% hlut á móti 45% hlut Maj Invest.
Samkvæmt Børsen fengu stofnendurnir 500 milljónir danskra króna hvor í vasann sem samsvarar rúmlega 10 milljörðum króna.