Hárið er óumdeilanlega stór hluti af útliti okkar. Smávægilegar breytingar geta haft gríðarleg áhrif; réttur litur eða klipping getur gjörbreytt upplifun okkar af okkur sjálfum, á meðan vond klipping getur sett tóninn fyrir misheppnaða mánuði. Þess vegna er valið á réttum stíl eða hæfileikaríkum hársnyrti mikilvæg ákvörðun.
Nú erum við að sigla inn í veturinn, og það er kjörinn tími til að hugsa út fyrir kassann og prófa eitthvað nýtt í hártískunni. Við höfum tekið saman nokkur trend í hártískunni veturinn 2024.
Hlýir litir – Jarðlitir eins og karamellu- og hunangstónar eru vinsælir í vetur, sem og djúpir, dökkir brúnir tónar. Þessir litir gefa hárinu mjúkt og hlýlegt yfirbragð.

Náttúruleg áferð – Léttar bylgjur og náttúrulegur stíll eru ráðandi. Slétt og óþvingað útlit er áberandi, jafnvel þó hárið fái hreyfingu og fyllingu.

Stuttar klippingar – Klippingar sem ná niður að höku eða aðeins styttra eru vinsælar, sérstaklega þegar hárið er fíngert. Stílhrein klipping sem rammar inn andlitið.

Náttúrulegar krullur – Náttúrulegar krullur og bylgjur fá að njóta sín. Þessi stíll gefur hárinu mikla hreyfingu og dýpt.
