Sumarið hefur alltaf verið tilvalinn tími fyrir ferðalög og eru Íslendingar sérstaklega hrifnir af utanlandsferðunum sínum, sérstaklega eftir harðan vetur og vikulegar gular viðvaranir.

Eftir margra mánaða bið ert þú loksins mætt/ur út á Keflavíkurflugvöll og bíður eftir flugvélinni sem á eftir að ferja þig og makann þinn í sólina í Orlando.

Í tilefni af ferðalaginu ákveðið þið að opna sitthvora litlu freyðivínsflöskuna á Loksins og eftir það fylgja nokkrir kaldir bjórar eða hvítvínsglös áður en brottfararkallið heyrist um völlinn.

Sumarið hefur alltaf verið tilvalinn tími fyrir ferðalög og eru Íslendingar sérstaklega hrifnir af utanlandsferðunum sínum, sérstaklega eftir harðan vetur og vikulegar gular viðvaranir.

Eftir margra mánaða bið ert þú loksins mætt/ur út á Keflavíkurflugvöll og bíður eftir flugvélinni sem á eftir að ferja þig og makann þinn í sólina í Orlando.

Í tilefni af ferðalaginu ákveðið þið að opna sitthvora litlu freyðivínsflöskuna á Loksins og eftir það fylgja nokkrir kaldir bjórar eða hvítvínsglös áður en brottfararkallið heyrist um völlinn.

Mörg okkar sem ferðast um allan heim kannast við þessa hefð en samkvæmt nýrri rannsókn frá Fluglæknaháskólanum í Köln (e. Institute of Aerospace Medicine) getur áfengisneysla fyrir og í miðju flugi skapað hættu fyrir sofandi farþega.

Háskólinn er sá fyrsti í heiminum til að rannsaka þessi áhrif en skýrslan segir að loftþrýstingur í farflugshæð jafngildi loftþrýstingi á 2.438 metra háu fjalli.

„Sambland áfengis og þrýstings um borð í flugvél leiðir til lækkunar á súrefnismagni í blóði og eykur hjartslátt til muna. Meira magn áfengis eykur svo þessi áhrif sem gætu verið hættuleg, sérstaklega hjá eldri farþegum og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Eva-Maria Elmenhorst, sem leiddi rannsóknina.

Um 48 einstaklingar á aldrinum 18 til 40 ára tóku þátt í rannsókninni og var þeim skipt í tvo hópa. Helmingur þeirra fékk að sofa í rannsóknarstofu með eðlilegum loftþrýstingi en hinn með svipuðum þrýstingi og finnst í flugvél í 36 þúsund feta hæð.

Þátttakendur voru síðan látnir neyta magns áfengis sem var sambærilegt við tvær bjórdósir eða tvö glös af víni og var svo fylgst með blóði og hjartslætti meðan þeir sváfu.

Niðurstöður sýndu að sambland áfengis og þrýstings í farþegarými í farflugshæð leiddi til lækkunar á súrefnismagni í blóði niður í 85% og hjartsláttur var um 88 slög á mínútu. Það var einnig töluverð minnkun á djúpsvefni.

Rannsakendur mæla með því að læknar, farþegar og áhöfn séu upplýst um hugsanlega áhættu og telja skynsamlegt að huga að því að breyta reglugerðum til að takmarka aðgang að áfengum drykkjum um borð í flugvélum.