Hinn heimsfrægi franski hönnuður Philippe Starck er án efa einn eftirsóttasti hönnuður samtímans. Hann hefur hannað margt á löngum ferli, húsgögn, heimilistæki, mótorhjól, snekkjur og byggingar svo eitthvað sé nefnt. Nú er hann spenntur fyrir því að hanna hótel á Íslandi.

Spenntur fyrir Akranesi

Starck hefur hannað allt frá mótorhjólum til fjölmargra hótelbygginga. Meðal hótela sem hann hefur hannað að innan sem utan má nefna Sanderson hótelið í Lundúnum og Faena hótelið í Buones Aires. Þá hannaði hann einnig SLS glæsihótelin sem er að finna í nokkrum borgum í Bandaríkjunum sem og mörg glæsileg hótel í heimalandinu Frakklandi. Þau frægustu í París eru Hotel 9 Confidentiel, Hotel Villa M, Mama Shelter, Le Brach og Le Too Hotel sem eru öll í ólíkum stíl en mögnuð hönnun Starcks nýtur sín fullkomlega í öllum byggingunum, bæði að innan sem utan.

Hönnuðurinn franski hefur lýst yfir áhuga á að hanna hótel á Breiðinni á Akranesi. Starck skoðaði nokkra staði hér á landi en ákvað á endanum að þetta uppbyggingarsvæði á Akranesi félli best að hugmyndum hans. það verður mjög fróðlegt og spennandi að fylgjast með áformum Starcks með hótelbygginguna á Skaganum.

Umfjöllunin um Phillippe Starck er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu.

Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.