Haustið er tíminn þegar náttúran breytir um lit og oftar en ekki fylgir tískan með. Í ár hefur vínrauður litur skotið sér í forgrunn á tískupöllum heimsins sem hinn óumdeilanlegi litur haustsins. En hvað er það við þennan sterka, en samt hlýlega lit sem gerir hann að rétta valinu í ár?

Haustið er tíminn þegar náttúran breytir um lit og oftar en ekki fylgir tískan með. Í ár hefur vínrauður litur skotið sér í forgrunn á tískupöllum heimsins sem hinn óumdeilanlegi litur haustsins. En hvað er það við þennan sterka, en samt hlýlega lit sem gerir hann að rétta valinu í ár?

Áhrif lita

Samkvæmt sálfræðilegum rannsóknum hafa litir bein áhrif á skap okkar og tilfinningar. Rauðir tónar eru almennt taldir vekja upp orku og lífskraft, en dekkri útgáfur eins og vínrauður eru meira róandi. Það er ekki að ástæðulausu að þessi litur virðist henta sérstaklega vel þegar dagar fara að styttast og náttúran verður dekkri.

Vínrauð taska frá Yves Saint laurent.

Áberandi hjá stærstu tískuhúsunum

Tískuhús eins og Prada, Gucci og Balenciaga hafa í ár sett vínrauðan í forgrunn í haustlínunum sínum, bæði í fatnaði og fylgihlutum. Íslenskar tískubúðir fylgja þessum straumum og má sjá vínrauðan í frökkum, buxum, kjólum og ekki síður í töskum og skófatnaði. Þessi litur er ekki aðeins fallegur, heldur er einnig auðvelt að blanda honum við aðra liti, hvort sem það er við sígildan svartan eða með mjúkum brún- eða græntónum.

Sólgleraugu frá Bottega Veneta fullkomna „lúkkið“.

Lífgar upp á hversdaginn

Á íslandi getur haustið oft gráleitt og kalt, og því getur verið gott að bæta lit við daglegt útlit til að hressa upp á tilveruna. Vínrauður er frábær kostur því hann er bæði hlýr og í takt við náttúrulega litapallettu haustsins. Liturinn hefur einnig þann eiginleika að hann er tímalaus og því hægt að nýta flíkur í þessum lit frá ári til árs.

Vínrauð og hlý úlpa frá Moncler.