„Ég hef fyrst og fremst alltaf verið mikill þátttakandi í félagslífi og var Versló mjög góður vettvangur fyrir svoleiðis, hvort sem það tengdist leiklist, útgáfu eða þáttagerð,“ segir Birna María Másdóttir um fyrstu kynni hennar af fjölmiðlum.
Birna María starfar hjá auglýsingastofunni Brandenburg sem viðskiptastjóri en bættist nýlega inn í eigendahóp Heru heildsölu, sem selur meðal annars belgíska óáfenga bjórinn Thrive sem framleiðendur segja að sé sá hollasti í heimi.
Eftir menntaskólaárin fór Birna í félagsfræðinám en um það leyti höfðu vinir hennar samband við hana þar sem þeir voru að byrja með nýjan fjölmiðil, Útvarp 101. Sú stöð fór í loftið ári seinna og fór þá Birna að sinna því með námi.
„Þá var ég eiginlega komin í djúpu laugina og var farin að búa til efni af ýmsum toga. Ég var að skrifa fréttir, var með útvarpsþætti í beinni útsendingu og svo vorum við líka með alls konar viðburði. Þetta var mjög mikið ævintýri og hópurinn mjög skemmtilegur.“
Nánar er fjallað um Birnu Maríu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.