Bæst hefur í raðir hjá hugbúnaðarhúsunum Andes og Prógramm, en hópur af ungum forriturum og hugbúnaðarsérfræðingum hefur nýverið hafið þar störf. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.
„Félögin tvö, sem vinna undir sameiginlegu móðurfélagi, eru í miklum vexti og leggja áherslu á að styrkja starfsemina með bæði reynslumiklum sérfræðingum sem og ungu og upprennandi fólk,“ segir í fréttatilkynningu.
Bæst hefur í raðir hjá hugbúnaðarhúsunum Andes og Prógramm, en hópur af ungum forriturum og hugbúnaðarsérfræðingum hefur nýverið hafið þar störf. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.
„Félögin tvö, sem vinna undir sameiginlegu móðurfélagi, eru í miklum vexti og leggja áherslu á að styrkja starfsemina með bæði reynslumiklum sérfræðingum sem og ungu og upprennandi fólk,“ segir í fréttatilkynningu.
Birnir Þór Árnason er hugbúnaðarsérfræðingur og fæst við að smíða og hanna hugbúnaði fyrir margvísleg verkefni. Birnir byrjaði hjá Prógramm í hlutastarfi meðfram námi en hann lauk nýverið B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá HR. Birnir er virkur áhugamaður um fótbolta, golf og aðrar íþróttir. Ferðalög eru honum einnig hugleikin og dvaldi Birnir til að mynda nýverið í Ástralíu. Birnir hyggur á fleiri ævintýri og ætlar sér að kanna heiminn enn frekar.
Elín Friðrika Hermannsdóttir er hugbúnaðarsérfræðingur og snúa núverandi verkefni hennar að framendaforritun fyrir Menntasjóð námsmanna. Elín Friðrika sótti sér B.Sc. próf í tölvunarfræði við HR en meðfram náminu starfaði hún hjá Prógramm sem sumarstarfsmaður og seinna meir í hlutastarfi fram að útskrift. Elín Friðrika er atorkumikill prjónari, spilar á trompet og kann að meta gæðastundir með fjölskyldu og vinum.
Geir Garðarsson kemur inn sem bakendaforritari og mun m.a. koma að þróun rafrænna þinglýsinga. Geir er lærður tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur m.a. starfað við forritun á bókhaldskerfinu regla.is og ásamt því að þróa vefina Guide to Iceland og Guide to Europe hjá Travelshift. Í frítíma sínum er Geir lunkinn við eldamennsku, grípur gjarnan í bók og hefur gaman að allskyns borðspilum.
Óskar Ólafsson er forritari að mennt með B.Sc. próf í tölvunarfræði frá HÍ. Óskar kemur til Prógramm frá Já.is þar sem hann fékkst við ýmiskonar forritunar- og þróunarstörf. Óskar er virkur í borðspilum og hefur nýverið byrjað að spila hlutverkaspilið margfræga Dungeons & Dragons og ber því góða sögu.
Sara Húnfjörð Jósepsdóttir er hugbúnaðarsérfræðingur og fæst m.a. við alhliðaforritun (e. full stack) fyrir verkefni tengt Menntasjóð námsmanna. Sara kemur til Prógramm frá Expectus þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í viðskiptagreind. Sara með M.Sc. í stærðfræðiverkfræði frá Technical University of Denmark (DTU) og B.Sc. í heilbrigðisverkfræði frá HR. Sara stundar jóga og lyftingar af kappi en kann einnig vel við matargerð. Tók Sara sín fyrstu skref í forritun aðeins 10 ára gömul þegar hún fór að leika sér við að breyta útlitinu á bloggsíðunni sinni.
Svanhildur Einarsdóttir er AWS sérfræðingur, og kemur að innviðavinnu fyrir Stafrænt Ísland. Svanhildur er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá HR en hún kemur til Andes frá Netapp Iceland þar sem hún starfaði sem forritari. Svanhildur eða Svana hefur stundað nám í söng og stefnir á að ganga til liðs við kór. Hún er einnig skeleggur spilari og á yfir 30 borðspil sem hún spilar reglulega með góðum vinum.
„Við erum virkilega ánægð með ráðningar vorsins enda eru Andes og Prógramm á mikilli siglingu. Hér bætist við frábær og fjölbreyttur hópur starfsfólks og koma þau með ferska vinda inn í starfsemina og komandi verkefni,“ er haft eftir Hlöðver Þór Árnasyni, framkvæmdastjóra Andes & Prógramm.