Andri Þór Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu og mun hann hverfa til annarra starfa þann 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Andri var ráðinn árið 2014 og hafði þá starfað sem verkefnastjóri á Eignaumsýslusviði fyrirtækisins frá árinu 2011.

„Andra eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti undanfarin 12 ár og er honum óskað alls hins besta á nýjum vettvangi,“ segir í tilkynningunni.