Íslenska sprotafyrirtækið Rexby hefur ráðið Ármann Kristjánsson og Magnús Skúlason. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ármann Kristjánsson mun bera ábyrgð á notendaupplifun hjá Rexby, en hann starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri notendaupplifunar hjá TripAdvisor. Þar áður var hann einn af lykil starfsmönnum hjá íslenska sprotafyrirtækinu Bókun sem var selt til TripAdvisor árið 2018.

Magnús Skúlason mun starfa við forritun hjá Rexby. Hann er tölvunarfræðingur að mennt með 15 ára reynslu í forritun. Hann starfaði meðal annars áður sem forritari hjá Dohop.

Sjá einnig: Íslenskur sproti í techstars hraðalinn í Seattle

Rexby smíðar hugbúnað sem gerir ferðaáhrifavöldum kleift að selja ferðaráðgjöf. Í dag nýta ferðáhrifavaldar í yfir 15 löndum hugbúnaðinn til að þjónusta þau hundruði fyrirspurna sem þau fá í hverjum mánuði frá sínum fylgjendum sem vilja ferðast eins og þau. Á meðal viðskiptavina eru stærstu ferðaáhrifavaldar í heimi eins og Ása Steinars, Kyana Sue, Giulia Gartner og Aurelie.

Rexby kláraði nýlega fjármögnun til að ýta undir frekari vöxt. Meðal núverandi hluthafa er bandaríski sjóðurinn Techstars og reynslumiklir englar í ferðaþjónustu og íslenska atvinnulífinu. Samhliða fjármögnun settist Jenne Pierce, fyrrum Vice President hjá Expedia, í ráðgjafaráð félagsins.