Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur tekið sæti í fagráði Landverndar. Hann lét af störfum sem forstjóri OR í mars 2023, tólf árum eftir að hann tók við stöðunni.
Sævar Frey Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi og fyrrum forstjóri Símans og 365 miðla, tók við af Bjarna í apríl 2023.
Fimmtán manns eiga sæti í fagráðinu og eru flestir þeirra sérfræðingar á ýmsum sviðum. Sjálfur er Bjarni jarðfræðingur og verkfræðingur.
Fagráðið kemur mikið að umsögnum samtakanna um til dæmis lagafrumvörp, stórar framkvæmdir og skipulagsbreytingar sveitafélaga en er samtökunum til ráðgjafar í flestum málum, samkvæmt heimasíðu Landverndar.
Heimildin greinir frá þessum tíðindum en þar er haft eftir Björg Evu Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar að þau séu mjög ánægð með að Bjarni bætist í hóp sérfræðinga Landverndar.
„Hann hefur víðtæka þekkingu, ekki aðeins sem fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, heldur á mörgum sviðum sem jarðfræðingur og verkfræðingur í margvíslegum störfum tengdum orkugeiranum.“