Dr. Vesna Nevistic var kjörin í stjórn Samskipa hf. og Samskip Holding BV. á aðalfundi í Samskipum fyrr í mánuðinum.
Dr. Nevistic er 48 ára gömul, fædd og uppalin í fyrrum Júgóslavíu og hefur serbo – króatísku að móðurmáli. Hún stundaði framhaldnám sitt í Sviss og Ameríku og lauk doktorsprófi í rafmagnsverkfræði 1997. Í tilkynningu frá Samskiptum kemur fram að Vesna hefur mestan hluta starfsævinnar unnið í Sviss og talar fjölda tungumála reiprennandi. Það var árið 1997 að MCKinsay réði hana til starfa og varð hún ein af eigendum árið 2003. 2006 flutti hún sig til Goldman Sachs þar sem hún var stjórnandi til ársins 2009 þegar hún færði sig til UBS bankans þar sem hún var yfir breytingastjórnun.
Dr. Nevistics hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu, sem greinandi og sem ráðgjafi forstjóra margra stærstu fyrirtækja heims úr hinum ýmsu geirum, m.a flutningageiranum. Hún hefur varið miklum tíma í skipulagsmál (e.infrastructure), vörustjórnun og flutninga, auk einkabankaþjónustu. Hún er þrautþjálfuð í stefnumótun og að vinna að endurbótum verkferla auk breytingastjórnunar.