Á síðustu vikum hafa tveir nýir stjórnendur komið til starfa hjá Húsasmiðjunni, það eru þau Finnur Guðmundsson, sem er nýr framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar og Edda Björk Kristjánsdóttir sem stýrir nú mannauðsmálum Húsasmiðjunnar.

Framkvæmdastjóri Fagsölusviðs

Finnur Guðmundsson
Finnur Guðmundsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Finnur Guðmundsson tekur við starfinu af Stefáni Árna Einarssyni sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri fagsölusviðs frá árinu 2012. Finnur lauk B.Sc. gráðu í markaðsfræði frá University of North Carolina árið 1995 og MBA námi frá University of South Australia árið 2005.

Finnur hefur hefur reynslu af sölu- og markaðsmálum á fyrirtækjamarkaði en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs E-Tactica, sem forstöðumaður sölu- og þjónustudeildar tryggingafélagsins Varðar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs DHL og síðast sem verkefnastjóri innflutnings og sérsölu hjá Límtré Vírneti.

Finnur hefur jafnframt töluverða alþjóðlega starfsreynslu en hann rak um ellefu ára skeið fyrirtæki í Hong Kong og Kína sem bauð erlendum viðskiptavinum heildarlausnir í innkaupum og framleiðslu á vörum frá Kína. Var Húsasmiðjan þar meðal viðskiptavina ásamt ýmsum erlendum byggingarvörukeðjum. Eiginkona Finns er Angela María Roldos, verkefnastjóri hjá Valitor og eiga þau saman þrjú börn.

Mannauðssjóri

Edda Björk Kristjánsdóttir
Edda Björk Kristjánsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Edda Björk Kristjánsdóttir starfaði síðastliðin ár sem mannauðsstjóri GJ-Travel, þar áður starfaði hún meðal annars við ýmis verkefni fyrir Háskóla Íslands og Practical.

Edda útskrifast úr námi í stjórnendamarkþjálfun (Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í HR núna í vor. Edda er með MA gráðu í Mannauðsstjórnum frá Háskóla Íslands, þar sem hún lauk meðal annars áföngum frá Columbia University í New York. Þá hefur hún einnig lokið BS námi í félagsfræði sem og viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum.

Edda mun stýra mannauðsmálum Húsasmiðjunnar sem leggur mikla áherslu á mannauðs- og fræðslumál. Nú er meðal annars unnið að jafnlaunavottun Húsasmiðjunnar og verður því verkefni lokið fyrir næstu áramót. Eiginmaður Eddu er Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og eiga þau þrjú börn.