„Ég er búinn að vera í þessum bransa í 18 ár og byrjaði í raun ferilinn sem pjakkur að skúra gólfið í flugskýlinu hjá Íslandsflugi. Þar var ég um helgar að skúra og þrífa og þar kviknaði flugáhuginn.“
Um leið og Andri kláraði grunnskólanám sannfærði hann foreldra sína um að hleypa honum einum til Danmerkur í flugvirkjanám. Þar var hann í fimm ár ásamt því að vera lærlingur hjá Icelandair.
„Mér finnst líka gaman að ferðast, þannig ég fór fljótlega yfir til Air Atlanta og fékk að ferðast um heiminn þar. Ég gerði það í nokkur ár en svo sannfærði WOW air mig um að flytja aftur til Íslands og hefja störf hjá þeim.“
Andri starfaði hjá WOW í fjögur ár og var einn þeirra síðustu sem gekk frá störfum á skrifstofunni áður en þrotabúið kom. Hann hafði þá verið yfirmaður viðhaldsteymi flugfélagsins sem samanstóð af 117 starfsmönnum.
Nánar er fjallað um Andra í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.