Fanndís Sara Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til Alfa Framtaks og mun starfa við fjármál, rekstur og eftirlit. Hún kemur til Alfa Framtaks frá Marel, þar sem hún starfaði á fjármálasviði og sinnti verkefnum sem sérfræðingur í reikningsskilum og uppgjörum.

Fanndís er með B.Sc. í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, MCF í fjármálum fyrirtækja og MBM í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meðfram meistaranámi sínu var Fanndís hjá Icelandair Group sem starfsnemi í fjár- og áhættustýringu.

Alfa Framtak rekur tvo framtakssjóði með með samtals 22 milljarða króna í áskriftarloforð. Sjóðir í rekstri Alfa Framtaks hafa fjárfest í fyrirtækjum á borð við Origo, Invit, Thor Ice Chilling Solutions, Nox Health, Greiðslumiðlun Íslands, Travel Connect, Borgarplast og Málmsteypu Þorgríms Jónssonar.