© Aðsend mynd (AÐSEND)

Stiki hefur ráðið Guðjón Viðar Valdimarsson sem vörustjóra RM Studio og ráðgjafa. Fram kemur í tilkynningu frá Stika að Guðjón hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu á sviði endurskoðunar, fjármálastjórnar og verkefnistjórnunar hjá hinum opinbera og einkageiranum. Guðjón hefur starfað við innri endurskoðun og tölvuendurskoðun hjá PwC, Ernst & Young og erlendis hjá Kuwait Petroleum International.

Guðjón hefur komið að tölvuendurskoðun og innri endurskoðun hjá fjölda fyrirtækja bæði hér og erlendis og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði. Guðjón var áður sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði innri endurskoðunar, tölvuendurskoðunar og ráðgjafi varðandi áhættugreiningu. Guðjón með M.Sc gráðu í fjármálum frá CBS,  faggildingur  innri endurskoðandi (Certified Internal Auditor) með sérhæfingarpróf í innri endurskoðun banka og fjármálafyrirtækja (Certified Financial Services Auditor). Hann er einnig með sérhæfingarpróf í tölvuendurskoðun (Certified Information Systems Auditor) frá Information Systems Audit and Control Association (ISACA.)

Undanfarin ár hefur Guðjón verið stundakennari í meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun við Háskóla Íslands en einnig verið virkur í félagsstarfi Félags um innri endurskoðun og er formaður alþjóðanefndar þess félags. Hann hefur einnig skrifað fjölda greina á sviði innri endurskoðunar/tölvuendurskoðunar og haldið fyrirlestra um það efni á vettvangi Félags um innri endurskoðun, Dokkunar og hjá fyrirtækjum og stofnunum.

RM Studio byggir á íslensku hugviti og hefur verið þróað hjá Stika síðan 2004.