Guðrún Skúladóttir hefur tekið við sem viðskiptastjóri/UX sérfræðingur hjá Hugsmiðjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Guðrún starfaði áður sem deildarstjóri vefdeildar Íslandsbanka, en þar leiddi hún vinnu við nýjan vef bankans ásamt því að sameina vefi VÍB og Kreditkorta við vef Íslandsbanka. Guðrún sá um verkefnastýringu á hönnun fyrir stafræn verkefni bankans og tryggði aðkomu sérfræðinga í markaðsdeild í öll stafræn verkefni.
Samhliða þróun vefsvæða og stafrænna verkefna innleiddi Guðrún hönnunarkerfi Íslandsbanka. Með hönnunarkerfinu er tryggt samræmi í hönnun í öllum verkefnum og góð og samheldin notendaupplifun höfð að leiðarljósi.
Guðrún er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og bjó og starfaði í Stokkhólmi í 6 ár þar sem hún rak eigið fyrirtæki og starfaði sem verkefnastjóri hjá Nordea Bank AB. Árið 2012 hóf hún störf hjá Skapalóni vefstofu þar sem hún starfaði til ársins 2016 þegar hún fór yfir til Íslandsbanka.
Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar:
„Guðrún er afar reynslumikil og þvílíkur liðsauki fyrir okkur í stýringu stærri hugbúnaðarverkefna og áframhaldandi þróun á okkar starfsemi"