Hreggviður Ingason hefur nú tekið við sem fjárfestingarstjóri hjá SIV eignastýringu. Hann kom inn í eignastýringarteymið frá Fossum fjárfestingarbanka en bæði félögin tilheyra samstæðu Skaga.

Hann hefur víðtæka reynslu í fjármálum og var til að mynda forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki lífeyrissjóði, forstöðumaður afleiðusafns hjá slitastjórn Glitnis og forstöðumaður fjárstýringar VBS fjárfestingarbanka.

Hreggviður er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaragráðu í hagfræði frá Boston University. Auk þess er hann með meistaragráðu í fjármálastærðfræði frá University of Warwick í Bretlandi og hefur líka lokið námi í verðbréfaviðskiptum.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stærðfræði, þannig fyrri hlutinn af ferlinum mínum helgaðist mikið af afleiðuhlutanum og þessum flóknari hlutum fjármálageirans. Ég byrjaði af alvöru í því hjá Kaupþingi og vann svo líka með slitastjórn Glitnis en það var mjög krefjandi verkefni.“

Nánar er fjallað um Hreggvið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.