Hjörtur Erlendsson hefur verið ráðinn forstjóri Hampiðjunnar. Hann tekur við af Jóni Guðmanni Péturssyni, sem hætti í síðustu viku.
Hjörtur tók tímabundið við af Jóni Guðmanni í síðustu viku. Hann var áður yfir neta- og kaðlaframleiðslu Hampiðjunnar. Hjörtur er 56 ára tæknifræðingur og hefur í gegnum árin verið staðgengill Jóns.