Hlynur Sigðursson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi LÍÚ, en Hlynur hefur undanfarin ár starfað sem fréttastjóri Mbl Sjónvarps. Gengið var frá ráðningunni fyrir helgi, að sögn Hlyns, sem segist spenntur yfir því að byrja í nýju vinnunni.
Hlynur er með próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Áður en Hlynur hóf störf hjá MBL Sjónvarpi var hann markaðs- og kynningarstjóri hjá Latabæ.