Jóhann Guðmundsson búfræðingur, sem verið hefur skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins.

Í fréttinni segir svo orðrétt: „Jóhann er búfræðingur að mennt frá Bændaskólanum á Hvanneyri (1976) og Búfræðikandidat frá Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri (1981). Hann nam landbúnaðarhagfræði við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar í Uppsölum 1982-1985. Jóhann var kennari í gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1981-1982 og starfaði í landbúnaðarráðuneytinu 1985-1995, þar af deildarstjóri frá 1987. Jóhann var fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins og samgönguráðuneytisins í Brussel 1995-1998 og starfaði sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu 1998-2009.

Jóhann er kvæntur Selmu Huld Eyjólfsdóttur.“