Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 9. október 2023 til og með 28. febrúar 2029.
Kjartan Bjarni lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002 og meistaraprófi í lögum frá London School of Economics and Political Science 2006. Að loknu embættisprófi starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og síðan sem aðstoðarmaður umboðsmanns 2006-2009. Á árunum 2009-2015 var hann aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn.
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 9. október 2023 til og með 28. febrúar 2029.
Kjartan Bjarni lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002 og meistaraprófi í lögum frá London School of Economics and Political Science 2006. Að loknu embættisprófi starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og síðan sem aðstoðarmaður umboðsmanns 2006-2009. Á árunum 2009-2015 var hann aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn.
Vorið 2015 var hann skipaður héraðsdómari og hefur gegnt því embætti síðan með nokkrum hléum. Þannig var hann 2016-2017 formaður rannsóknarnefndar Alþingis sem tók til skoðunar einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands. Þá var hann settur umboðsmaður Alþingis um sex mánaða skeið 2020-2021.
Af öðrum störfum má nefna að hann var varaforseti Félagsdóms á árunum 2019-2022 og hefur verið varaformaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 2017. Einnig átti hann sæti í stjórn Dómarafélags Íslands 2017-2023, þar af síðustu fjögur árin sem formaður félagsins.
Hann hefur sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2003 og við Háskólann á Bifröst 2005-2009, auk þess sem hann var sérfræðingur og síðan dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2015-2018. Kjartan hefur samið kennslurit á sviði stjórnsýsluréttar ásamt tveimur öðrum og ritað fjölda fræðigreina um lögfræðileg efni.