Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair. Kristófer tekur við hlutverkinu af Írisi Huldu Þórisdóttur sem hefur sinnt því undanfarin ár ásamt því að veita rekstrarstýringu (Business Control) forstöðu.

Íris Hulda heldur áfram sem forstöðumaður rekstrarstýringar en hlutverk sviðsins hefur nýlega verið endurskilgreint.

„Breytingarnar eru hluti af þeirri vegferð félagsins að efla rekstrarstýringu enn frekar ásamt því að styrkja fjárfestatengsl.“

Kristófer Númi Hlynsson hefur verið ráðinn sem fjárfestatengill Icelandair. Kristófer tekur við hlutverkinu af Írisi Huldu Þórisdóttur sem hefur sinnt því undanfarin ár ásamt því að veita rekstrarstýringu (Business Control) forstöðu.

Íris Hulda heldur áfram sem forstöðumaður rekstrarstýringar en hlutverk sviðsins hefur nýlega verið endurskilgreint.

„Breytingarnar eru hluti af þeirri vegferð félagsins að efla rekstrarstýringu enn frekar ásamt því að styrkja fjárfestatengsl.“

Kemur frá Nasdaq á Íslandi

Kristófer Númi kemur frá Nasdaq á Íslandi þar sem hann hefur starfað frá árinu 2020 við ráðgjöf og þjónustu við útgefendur verðbréfa og fjármálastofnanir. Áður starfaði Kristófer í fjögur ár hjá fjárfestingabankanum JP Morgan í Bretlandi.

Kristófer er með MSc gráðu í alþjóðlegum fjárfestingum og fjármálum frá Bournemouth University, ásamt BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands.