Rekstrarvörur (RV) hafa ráðið Ásdísi Ósk Heimisdóttur hjúkrunarfræðing sem vörustjóra heilbrigðissviðs félagsins. Þá hefur Kristbjörn Jónsson tekið við nýju starfi innan RV sem yfirmaður hjúkrunarsviðs og gæðastjóri. Kristbjörn er menntaður lyfjalæknir og hefur unnið hjá RV frá árinu 1997.

„Með stóraukinni áherslu RV á hjúkrunarvörur og aðrar heilbrigðistengdar vörur fögnum við öflugri liðsheild heilbrigðissviðs RV og horfum með tilhlökkun til enn frekari vaxtar,“ segir í fréttatilkynningu.  Fram kemur að Rekstrarvörur hafi undanfarin ár unnið að framþróun í hjúkrunarvörum og aukið þjónustustuðul sinn þegar kemur að þvaglekavörum og öðrum hjúkrunartengdum vörum.

Ásdís Ósk Heimisdóttir lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði vorið 2015 frá University College Nordjylland (UCN). Samhliða námi vann hún hjá Hrafnistu og hjúkrunarheimilinu Rosengården í Sæby og svo á háskólasjúkrahúsinu í Álaborg strax að námi loknu. Frá árinu 2016 starfaði hún hjá LSH á kvenlækningadeild 21A.