Lilja Guðrún Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við tækni- og ráðgjafafyrirtækið Data Lab Ísland. Lilja hefur síðastliðin ár stýrt stefnumótandi verkefnum á sölu- og markaðssviði Icelandair. Hún er með MS gráðu í Business Analytics and Big Data frá IE University í Madrid og hefur áður lokið MS gráðu í hagfræði frá University College London og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Data Lab Ísland hefur frá árinu 2016 átt í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hér á landi og aðstoðar þau að þróa og innleiða gagnadrifnar greiningarlausnir úr smiðju gagnavísinda í starfsemi sinni.