Manuela Magnúsdóttir hefur hafið störf hjá PLAIO sem leiðtogi hugbúnaðarþróunar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Hún hefur undanfarin misseri starfað sem lífefnafræðingur hjá Alvotech.

Manuela er sérfræðingur í hugbúnaðarþróun, en hún er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera með M.Sc. gráðu í lífefnafræði.

PLAIO þróar, framleiðir og selur hugbúnað, skýjalausn, sem aðstoðar samheitalyfjafyrirtæki við að skipuleggja framleiðslu og hráefnisinnkaup.

Jóhann Guðbjargarson, framkvæmdarstjóri PLAIO:

„Þetta er fyrsta stjórnunarstarf Manuelu, en síður en svo fyrsta leiðtogahlutverkið. Manuela hefur sýnt leiðtogahæfni og færni í fyrri störfum og ekki síður í sínu einkalífi. Hún er m.a. formaður Klifursambands Íslands. Í ráðningum hjá PLAIO horfum við mikið til hæfnigetu, því þróun starfa og þróun tækni er mjög hröð og því skiptir hugarfar og viðhorf ekki síður miklu máli en menntun og reynsla. ,,Það er mikil eftirvænting að fá inn nýja starfsmenn til að taka þátt í þeim vaxtartækifærum sem eru framundan og það verður frábært að taka næstu skref með gott fólk með okkur."