María Rán Ragnars­dóttir hefur verið ráðin í starf leið­toga þjónustu hjá Símanum sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá fyrir­tækinu. Þar segir að hún muni móta og inn­leiða nýja þjónustu­stefnu Símans, „með það að mark­miði að mæta þörfum við­skipta­vina enn frekar og tryggja að upp­lifun sé á­vallt fram­úr­skarandi.“

María Rán kemur til Símans frá OK þar sem hún var for­stöðu­maður tækni­þjónustu. Hún hefur mikla reynslu af þjónustu á sviði fjar­skipta þar sem áður starfaði hún í 10 ár hjá Ljós­leiðaranum.

María Rán Ragnars­dóttir hefur verið ráðin í starf leið­toga þjónustu hjá Símanum sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá fyrir­tækinu. Þar segir að hún muni móta og inn­leiða nýja þjónustu­stefnu Símans, „með það að mark­miði að mæta þörfum við­skipta­vina enn frekar og tryggja að upp­lifun sé á­vallt fram­úr­skarandi.“

María Rán kemur til Símans frá OK þar sem hún var for­stöðu­maður tækni­þjónustu. Hún hefur mikla reynslu af þjónustu á sviði fjar­skipta þar sem áður starfaði hún í 10 ár hjá Ljós­leiðaranum.

María er verk­fræðingur með B.Sc. í véla­verk­fræði frá Há­skóla Ís­lands og M.Sc. í Mana­gement and Economics of In­novation frá Chalmers Uni­versity of technology í Gauta­borg.

„Síminn stendur á spennandi tíma­mótum og ætlar sér að verða lipurt og nú­tíma­legt þjónustu­fyrir­tæki á sviði fjar­skipta og af­þreyingar. Ég er þakk­lát og full til­hlökkunar að leggja mín lóð á vogar­skálarnar og leiða þessa veg­ferð með öllu starfs­fólki Símans. Það hefur aldrei verið mikil­vægara að leggja á­herslu á heild­ræna upp­lifun við­skipta­vina, gott við­mót og þjónusta skiptir jafn miklu máli og að varan standist væntingar. Staf­rænar dreifi­leiðir og aukin sjálfs­af­greiðsla eru mikil­vægari en nokkru sinni fyrr og ætlum við hjá Símanum að mæta þörfum og væntingum við­skipta­vina okkar og gott betur,“ María Rán Ragnars­dóttir.

„María Rán kemur til Símans með ein­staka þekkingu og reynslu og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að styrkja okkur enn frekar í þeim verk­efnum sem fram undan eru. María hefur strax stimplað sig inn og sýnt að hún er öflugur og kraft­mikill leið­togi sem við hlökkum mikið til að vinna með,“ segir Berg­lind Björg Harðar­dóttir, fram­kvæmda­stjóri sölu og þjónustu hjá Símanum.