Fríða Jónsdóttir hefur ferðast um fjarlægustu heimsálfur og náð sér í dýrmæta reynslu, bæði í starfi og lífi. Markaðsferill hennar byrjaði þegar hún vann hjá Saga film við gerð sjónvarpsauglýsinga og komst þá í kynni við margar auglýsingastofur og markaðsfyrirtæki.

Hún byrjaði á því að taka viðskiptafræði í Háskóla Íslands með áherslu á markaðsfræði en skrapp svo til Ástralíu til að taka markaðskúrsa þar í eina önn. Eftir það ætlaði hún sér í mastersnám í hagfræði en fékk svo atvinnutilboð hjá Össuri sem hún gat ekki sagt nei við.

„Ég hugsaði með mér að skólinn væri ekki að fara neitt og þetta væri tækifæri sem ég vildi ekki sleppa. Svo endaði ég á því að vera hjá Össuri í 14 ár allt í allt. Ég var meðal annars markaðsstjóri fyrir Össur í Asíu, búsett í Shanghai í tvö ár og fjögur ár í Hong Kong.“

Á meðan Fríða bjó í Kína náði hún bókstaflega að drekka í sig kínverska menningu enda mjög hrifin af temenningu landsins. Hún fór á námskeið hjá temeistara frá Taívan í nokkra mánuði auk þess að læra kínverskar bardagalistir.

Nánar er fjallað við Fríðu í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast viðtalið í heildi sinni hér.