Bestseller á Íslandi hefur ráðið Nönnu Kristínu Tryggvadóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Nanna Kristín hefur undanfarið starfað sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, en þar áður var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Nanna starfaði einnig um árabil í Landsbankanum, lengst af sem aðstoðarmaður bankastjóra.
Bestseller á Íslandi hefur ráðið Nönnu Kristínu Tryggvadóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Nanna Kristín hefur undanfarið starfað sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, en þar áður var hún framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Húsheildar Hyrnu. Nanna starfaði einnig um árabil í Landsbankanum, lengst af sem aðstoðarmaður bankastjóra.
„Við höfum fjárfest miklum tíma og fjármunum í endurskoðun á innri ferlum, styrkingu innviða, uppfærslu á upplýsingatæknikerfum, mótun og framkvæmd markaðsmála og sjálfvirknivæðingu. Framtíð verslunar á Íslandi verður blanda af sjálfsafgreiðslu á netinu og rekstri búða. Við sjáum öran vöxt í viðskiptum á netinu og ætlum okkar að taka virkan þátt í þeirri samkeppni,” segir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir stjórnarformaður félagsins.
Svanhildur Nanna bættist nýlega við eigendahóp Besteseller á Íslandi og tók samhliða við sem starfandi stjórnarformaður en fyrir var Grímur Garðarsson einn eigandi.
Bestseller á Íslandi (V.M. ehf.) rekur 15 verslanir á Íslandi undir merkjum Vero Moda, Vila, Jack & Jones, Selected, Name It barnafataverslun og íþróttaverslun Jóa Útherja. Fyrirtækið velti tæplega 2,2 milljörðum á síðasta ári.
„Það er félaginu mikill fengur að fá Nönnu Kristínu til starfa. Nanna Kristín er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Duke háskóla í Norður-Karólínu 2011, ásamt því að vera með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.Þekking hennar og reynsla mun hjálpa okkur á þeirri vegferð sem félagið er á. Með skýrri stefnu og sterkum innviðum er markmið okkar að stækka og styrkja félagið á sviði verslunar á Íslandi,” bætir Svanhildur við.
„Bestseller er öflugt fyrirtæki með sterka markaðsstöðu og á spennandi vegferð. Það hafa orðið miklar umbreytingar á verslunum og kauphegðun undanfarin ár og ég hlakka mikið til að mæta til leiks og takast á við verkefnin fram undan með öllu því öfluga fólki sem starfar hjá félaginu,” segir Nanna Kristín Tryggvadóttir sem hefur störf á næstu dögum.