Jónína Guð­munds­dóttir, eða Nína eins og hún er gjarnan kölluð, hefur óskað eftir að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri mann­auðs­sviðs flug­fé­lagsins Play.

Nína mun láta af störfum í lok júlí en þar til til­kynnt verður um annað mun Jóna Björk Sigur­jóns­dóttir, for­stöðu­maður mann­auðs­deildar PLAY, halda utan um verk­efni sem heyrðu undir Jónínu.

Jónína Guð­munds­dóttir, eða Nína eins og hún er gjarnan kölluð, hefur óskað eftir að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri mann­auðs­sviðs flug­fé­lagsins Play.

Nína mun láta af störfum í lok júlí en þar til til­kynnt verður um annað mun Jóna Björk Sigur­jóns­dóttir, for­stöðu­maður mann­auðs­deildar PLAY, halda utan um verk­efni sem heyrðu undir Jónínu.

„Nína hefur verið lykil­stjórnandi hjá PLAY síðan fé­lagið var stofnað. Hún hefur verið leiðandi í því að skapa og þróa góða vinnu­staða­menningu þar sem starfað er eftir sterkum gildum. Nína hefur meðal annars haft yfir­um­sjón með öllum ráðningum fyrir­tækisins sem telur nú 550 manns. Fé­lagið státar af frá­bærum mann­auð og býr að sterkum stoðum til fram­tíðar eftir tíð Nínu hjá PLAY. Ég vil þakka Nínu fyrir frá­bært fram­lag til PLAY og óska henni vel­farnaðar í komandi verk­efnum,“ segir Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri PLAY.

„Það að fá að taka þátt í að koma PLAY á lag­girnar hefur verið krefjandi en ein­stak­lega gefandi og spennandi verk­efni. Sam­hliða örri stækkun fyrir­tækisins hefur tekist vel að inn­leiða góða vinnu­staða­menningu og ferla sem er afar mikil­vægt fyrir ungt fyrir­tæki til að blómstra og dafna. Nú þegar sú vinna er að baki finnst mér rétt að láta staðar numið og snúa mér að öðrum verk­efnum. Ég er afar þakk­lát fyrir tíma minn hjá PLAY og vil þakka starfs­fólki PLAY fyrir frá­bær ár og óska því alls hins besta,“ segir Nína.