Þrír nýir meðeigendur bættust við eigendahóp Deloitte. Þeir eru nú orðnir 38 talsins. Nýju meðeigendurnir eru Gunnar Þorvarðarson, Reynir Jónsson og Símon Þór Jónsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Fram kemur í tilkynningu frá Deloitte að Gunnar starfar á endurskoðunarsviði Deloitte og fékk löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2010. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009. Gunnar hóf störf hjá Deloitte árið 2005. Hann vann hjá Deloitte í London á árunum 2009-2011 í þjónustu við banka og fjármálamarkaði. Gunnar hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á starfsemi og þjónustu við fjármálafyrirtæki og fjármálamarkaði og mun hann ásamt öðrum leiða þjónustu við þann markað.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Reynir starfar í fjármálaráðgjöf Deloitte. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í Finance and Strategic Management frá Copenhagen Business School árið 2007. Reynir starfaði á endurskoðunarsviði Deloitte frá árinu 2000, vann hjá HB og síðar HB Granda og hjá Glitni í Kaupmannahöfn, en kom til starfa hjá fjármálaráðgjöf Deloitte árið 2008. Reynir er yfir verðmatsþjónustu Fjármálaráðgjafar og hefur góða reynslu af ráðgjafarverkum, endurskipulagningu, áreiðanleikakönnunum o.fl.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Símon Þór Jónsson. Símon starfar á skatta- og lögfræðisviði Deloitte og fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 2011. Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með diplóma í hagfræði frá sama skóla, auk þess sem hann hefur sótt sér menntun í Leiden University í Hollandi varðandi tvísköttunarsamninga. Símon hóf störf hjá Deloitte árið 2011. Símon býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði skattamála og reynslu í að leysa flókin viðfangsefni á því sviði enda starfað á vettvangi skattamála bæði hjá skattyfirvöldum og hjá ráðgjafafyrirtækjum áður en hann réðist til starfa hjá Deloitte.