James DeBlasse hefur tekið við starfi tæknistjóra (CTO) hjá stafrænu stofunni Júní. Áður en James kom til liðs við Júní starfaði hann hjá Warner Music Group í New York, þar sem hann stýrði tækniþróun.

James DeBlasse hefur tekið við starfi tæknistjóra (CTO) hjá stafrænu stofunni Júní. Áður en James kom til liðs við Júní starfaði hann hjá Warner Music Group í New York, þar sem hann stýrði tækniþróun.

James hefur átt farsælan feril sem tækniþróunarleiðtogi hjá fyrirtækjum víðsvegar um heim, meðal annars í Los Angeles hjá Splice Bison og í Berlín hjá Fjord. Hann er með gráðu í stafrænni margmiðlun og hönnun frá Los Angeles.

„Það gleður okkur gífurlega að bjóða James velkominn í stjórnendahópinn,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri og meðeigandi Júní. „Sem tæknistjóri mun hann eiga sæti í í framkvæmdastjórn auk þess sem hann mun taka þátt í stefnumótun fyrirtækisins og hafa umsjón með starfsþróun starfsfólks. Hann blæs ferskum sumarblæ inn í Júníversinn með alla sína reynslu og við erum svo spennt fyrir samstarfinu og framhaldinu.“

James segist spenntur að takast á við ný verkefni með Júní: „Ég hlakka sérstaklega til að veita viðskiptavinum Júní aðgang að nýjum gagnadrifnum og gervigreindum tæknilausnum sem við erum byrjuð að þróa, lausnum sem nýtast bæði fyrir innri starfsemi og ytri þjónustu fyrirtækja eins og t.d. innri vefi eða sjálfsafgreiðslu. Fyrir utan væntanlegar framfarir í tæknistakknum okkar höfum við líka styrkt hönnunarteymi Júní með lykilráðningum.”