Þrír nýir ráðgjafar hafa tekið sæti í fjárfestingarráði fjárfestingafélagsins Crowberry Capital, sem starfrækir tvo vísisjóði. Það eru þeir Jóhann Pétur Harðarson, Kári Tristan Helgason, Svana Ingólfsdóttir og Ragnar Guðmundsson.
Félagið hóf starfsemi á Íslandi árið 2017 og fjárfestir í dag í tæknifyrirtækjum á Norðurlöndum.
Félagið fjárfestir í dag samhliða rúmlega 60 meðfjárfestum úr öllum heimshornum. Félagið hefur lagt áherslu á fjölbreytni í fjárfestingum og hefur sett sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem er aðgengileg á heimasíðu þess.
Ragnar hefur starfað og búið í Kísildal í yfir 17 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu úr tæknigeiranum, meðal annars frá Ebay, TopHatter og Zynga.
Kári Tristan býr í Zurich og hefur starfað hjá Google í átta ár og Svana hefur starfað hjá Twitter í London frá árinu 2019. Áður starfaði hún hjá Soundcloud og TicketMaster.
Jóhann Pétur er yfirlögfræðingur Play og hefur komið að sölum og kaupum á fjölda tæknifyrirtækja í gegnum tíðina.