Vegna útrásar fyrirtækisins á Bandaríkjamarkað hefur íslenski hjólaframleiðandinn Lauf forks bætt við sig tveimur starfsmönnum í söludeild og frekari ráðningar eru í farvatninu.

Ólafur Thorarensen hefur verið ráðinn í söludeild íslenska hjólaframleiðandans Lauf forks, enda er hann sagður ákafur áhugamaður um hjólreiðar. Hann stundaði síðast sölu- og markaðsstarf hjá Miracle ehf., en þar áður var hann framkvæmdastjóri hjá Tix miðasölu á árunum 2015 til 2017 og hjá Midi. is milli 2005 og 2014.

Halla Jónsdóttir
Halla Jónsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Halla Jónsdóttir hefur einnig verið ráðin í söludeildina, en hún er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðustu ár unnið við sölu á ferðaþjónustu og reiðhjólum. Hún er mikil áhugamanneskja um hjólreiðar og hefur stundað fjallahjólreiðar af kappi síðustu ár.