Ómar Özcan hefur látið af störfum sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Ómar hafði starfað hjá verðbréfamiðlun Íslandsbanka í átta ár eða frá árinu 2017. Hann starfaði þar áður sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun hjá Íslenskum verðbréfum á árunum 2016-2017.

Á árunum 2012 til 2015 starfaði Ómar í eigin viðskiptum hjá Arion banka í fjárfestingum og með viðskiptavakt á innlendum hluta- og skuldabréfum.

Á árunum 2009 til 2011 starfaði hann í fyrirtækjaráðgjöf hjá Íslandsbanka og H.F. Verðbréfum. Hann starfaði hjá Straumi fjárfestingarbanka á árunum 2007 til 2008 í eigin viðskiptum við fjárfestingar í innlendum sem og erlendum hlutabréfum.

Ómar er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með meistaragráðu í fjárfestingarstjórnun.